Ágústa Eva og Gunni vinna með heimsfrægum pródúsent

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Ljósmynd/Saga Sig

Meðlimir hljómsveitarinnar Sycamore Tree eru að vinna að sinni annarri breiðskífu sem kemur út á næstunni. Ágústa Eva segir að það sé ævintýri líkast að hafa fengið að vinna með Rick Nowels sem hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Madonnu, Lykke Li og Lana Del Ray svo einhverjir séu nefndir. 

„Síðasta eina og hálfa árið þá höfum við verið að vinna að okkar annarri breiðskífu. Við kynnum því með stolti fyrsta lagið sem fer í spilun, lagið FIRE. Platan er unnin hér á landi og í Los Angeles. Við höfum verið að vinna með einum farsælasta  „pródusent“ síðustu ára, Rick Nowels. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Lana Del Ray, Madonna, SIA, Lykke Li og hér á Íslandi erum við að vinna með Arnari Guðjóns sem er í hljómsveitinni Leaves en hann hefur líka unnið með Kaleo og Warmland. Við munum senda frá okkur lög af plötunni reglulega þangað til hún kemur út á vormánuðum 2020. Við vorum að gera samning við Awal / Kobalt útgáfuna um útgáfuna. FIRE kemur út á öllum streymisveitum eftir 3 vikur svo útvarp verður eitt um þetta þangað til,“ segir Ágústa Eva. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson.
Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson. Ljósmynd/Saga sig
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson