Í of mikilli vímu til að taka við hlutverki

Andrews var nýbúin í aðgerð á ökkla.
Andrews var nýbúin í aðgerð á ökkla. AFP

Leikkonan Julie Andrews segir frá því í nýrri bók sinni, Home Work: A Memoir of My Hollywood Years, að hún hafi verið í of mikilli vímu af lyfseðilsskyldum lyfjum til að segja já við hlutverki í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street.

Andrews hafði fengið lyfin uppáskrifuð eftir aðgerð sem hún fór í. Hún segir að hún sjái mikið eftir því að hafa ekki getað fengið hlutverk í kvikmyndinni. 

„Ég sé eftir því. Ég gat ekki tekið þátt í myndinni. Ég var í aðgerð. Ég er vélmenni með titanium-ökkla. Ég var í svo mikilli vímu af öllum lyfjunum sem ég þurfti að taka vegna verkjanna. Það var líka út af svæfingunni,“ sagði Andrews.

Hún segist hafa viljað vinna með leikstjóra kvikmyndarinnar, Martin Scorsese, en því miður hafi hún ekki getað það. Hún hefði farið með hlutverk Emmu frænku, sem hjálpar persónu Leonardo DiCaprio að fela peninga. Leikkonan Joanna Lumley fór með hlutverkið í kvikmyndinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes