Auður Ava hlýtur virt frönsk bókmenntaverðlaun

Auður Ava hlýtur frönsku verðlaunin Médicis étranger.
Auður Ava hlýtur frönsku verðlaunin Médicis étranger. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir hlýtur frönsku bókmenntaverðlaunin Médicis étranger fyrir bók sína Ungfrú Ísland. Bókin Ungfrú Ísland kom út í Frakklandi í franskri þýðingu Éric Boury í september. Benedikt bókaútgáfa greinir frá gleðitíðindunum á Facebook. Sjálf er Auður stödd í París. 

„Dómnefnd Médicis-bókmenntaverðlaunanna tilkynnti á blaðamannafundi í París nú í hádeginu að Auður Ava Ólafsdóttir hlyti Médicis étranger fyrir skáldsögu sína Ungfrú Ísland sem kom út í franskri þýðingu Éric Boury í september.

Stofnað var til hinna virtu Médicis-bókmenntaverðlauna fyrir rúmum 60 árum. Meðal höfunda sem hlotið hafa Médicis étranger eru Milan Kundera, Julio Cortázar, Doris Lessing, Umberto Eco, Elsa Morante, Paul Auster og Philip Roth.

Auður Ava er stödd í París þar sem hún fagnar tíðindunum,“ segir í Facebook-færslu bókaútgáfunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson