Ben&Jerry ætla að mótmæla með Fonda

Ísframleiðendurnir Ben Cohen og Jerry Greenfield ætla að mótmæla aðgerðaleysi …
Ísframleiðendurnir Ben Cohen og Jerry Greenfield ætla að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. AFP

Ísframleiðendurnir vinsælu, Ben Cohen og Jerry Greenfield ætla mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Capitol Hill í Washington í Bandaríkjunum í dag, föstudag.

Ben og Jerry sögðu í viðtali við TMZ að það myndi ekki stoppa þá þótt þeir yrðu handteknir og þyrftu að eyða nótt í fangelsi.

Leikkonan Jane Fonda hefur farið mikinn í mótmælunum síðustu fjóra föstudaga og verið handtekin alla þá daga. Í síðustu viku eyddi hún nótt í fangelsinu.

Mótmælin í Washington D.C. í dag munu ekki aðeins beinast að aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum heldur einnig gegn hermálum og stríðsrekstri Bandaríkjanna, málefni sem þeir Ben og Jerry hafa haft sterkar skoðanir á.

Þeir félagar Ben og Jerry hafa látið í sér heyra síðustu ár hvað varðar loftslagsmál en Jerry segir að aðgerðir Fonda hafi gert honum ljóst að þeir þyrftu að taka til frekari aðgerða.

Jane Fonda hefur mótmælt síðustu fjóra föstudaga.
Jane Fonda hefur mótmælt síðustu fjóra föstudaga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson