Komin með nýjan 5 mánuðum eftir skilnað við Cooper?

Irina Shayk mætti ekki ein á WSJ Innovator Awards í …
Irina Shayk mætti ekki ein á WSJ Innovator Awards í MOMA í New York. AFP

Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk fór út á lifið í New York á miðvikudaginn. Shayk kom víða við en mætti meðal annars með ónefndum karlmanni á einn viðburð. Létu þau vel að hvort öðru að því er fram kemur á vef Daily Mail en ekki er langt síðan Shayk og Bradley Cooper slitu sambandi sínu.

Ekki er vitað hvort huldumaðurinn sé kærasti Shayk en þau létu að minnsta kosti mynda sig í faðmlögum. Kemur fram að Shayk hafi tekið manninn með sér sem gest.  

Shayk og barnsfaðir hennar slitu sambandi sínu fyrir fimm mánuðum. Sambandsslitinn lágu lengi í loftinu en mikið var rætt um meint ástarsamband Cooper og Lady Gaga. Shayk og Cooper eiga saman hina tveggja ára gömlu Leu De Seine. 

Irina Shay og Bradley Cooper á Óskarnum árið 2019.
Irina Shay og Bradley Cooper á Óskarnum árið 2019. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.