Hryllingsmyndastjarna ákærð fyrir morð

Tucker Reed er ákærð fyrir að hafa myrt frænda sinn.
Tucker Reed er ákærð fyrir að hafa myrt frænda sinn. Skjáskot

Hryllingsmyndastjarnan Aisling Tucker Moore Reed hefur verið ákærð fyrir morð. Leikkonan sem gengur undir nafninu Tucker Reed, er sökuð um að hafa myrt frænda sinn árið 2016. 

Reed fer með hlutverk Valerie Faust í hryllingsmyndinni From the Dark, en kvikmyndin er ekki enn komin út. Í myndinni leikur Reed morðingja sem drepur með byssu, en Reed er ákærð fyrir að hafa skotið frænda sinn til bana í raunveruleikanum. 

Hún var fyrst ákærð fyrir að hafa drepið frænda sinn í kjölfar morðsins árið 2016, en var þá sýknuð þar sem hún sagðist hafa verið í sjálfsvörn þegar hann lést.

Reed fór í áheyrnarprufur undir nafninu Wyn Reed og höfðu framleiðendur kvikmyndarinnar ekki hugmynd um að hún hefði verið ákærð fyrir að hafa myrt frænda sinn. 

Þegar hún var að leika í hryllingsmyndinni komu upp ný sönnunargögn í málinu sem hafa valdið því að hún er enn á ný ákærð í málinu. Að sögn New York Post hefur lögreglan undir höndum áður óséð myndband af henni skjóta frænda sinn. 

Hún var ákærð og handtekin í janúar á þessu ári, en tengsl hennar við kvikmyndina uppgötvuðust ekki fyrr en í síðustu viku, þar sem hún gaf upp huldunafnið Wyn Reed þegar hún fór í áheyrnarprufur. 

Mál hennar verður tekið fyrir í desember, en hún situr enn í fangelsi og hefur ekki möguleika á að losna fyrr en dæmt hefur verið í málinu. 

Heimildarmenn NYP sem séð hafa myndina og myndbandið segja að líkindi séu með kvikmyndaatriði Reed og hinu raunverulega morði. 

Siskiyou Production framleiðir kvikmyndina og sagði talsmaður þess að starfsfólkið vissi ekki hvernig það ætti að fóta sig í málinu. „Við höfðum ekki hugmynd um hver hún væri eða hverjar aðstæður hennar væru.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson