Chris Pratt mættur á klakann

Stórleikarinn Chris Pratt er á Íslandi.
Stórleikarinn Chris Pratt er á Íslandi. AFP

Hollywood-leikarinn Chris Pratt er mættur til landsins. Leikarinn birti myndskeið á Instagram þar sem hann var staddur á jökli á Íslandi. Pratt er á landinu við tökur á myndinni The Tomorrow War en fleiri stórstjörnur á borð við J.K. Simmons fara með hlutverk í myndinni. 

Pratt spyr fylgjendur sína hvort þeir geti giskað á það hvar í heiminum hann sé staddur við tökur. Hann lýsir landinu sem köldu, fallegu og búnu til úr ís. Að lokum segir hann aðdáendum sínum frá því að landið heiti Ísland. Hann sýnir einnig mynd af upphækkuðum jeppa. 

Leik­stjóri kvik­mynd­ar­inn­ar er Chris McKay, en hann leik­stýrði meðal ann­ars The Lego Batman-kvik­mynd­inni. Myndin sem bar vinnuheitið Ghost Draft á að ger­ast í framtíðinni þar sem mann­kynið er að tapa stríði við geim­ver­ur. Til að vinna stríðið finna vís­inda­menn leið til að sækja her­menn úr fortíðinni.

Chris Pratt var hrifinn af jeppanum.
Chris Pratt var hrifinn af jeppanum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes