Twilight-stjarnan sem féll af stjörnuhimninum

Taylor Lautner ásamt Kristen Stewart og Robert Pattinson.
Taylor Lautner ásamt Kristen Stewart og Robert Pattinson. FREDERIC LAFARGUE

Aðdáendur Twilight kvikmyndanna sem gerðu garðinn frægan á árunum 2008-2012 kannast að sjálfsögðu við leikarann Taylor Lautner. Það kemur kannski einhverjum á óvart en Lautner hefur lítið látið fyrir sér fara á árunum eftir Twilight og hefur ekki leikið í kvikmynd síðan 2016.

Lautner skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann fékk hlutverk varúlfsins Jacob Black, þá aðeins 16 ára að aldri. Þar lék hann á móti stórstjörnunum Kristen Stewart og Robert Pattinson sem hafa síðan öðlast mikla frægð. En hvað varð um Lautner og af hverju er hann ekki jafn frægur og Stewart og Pattinson?

Síðasta mynd sem hann lék í var árið 2016. Það var kvikmyndin Run the Tide sem var sjálfstæð dramamynd framleidd af reynslulitlum framleiðendum. Sama ár kom hann fram í þáttunum Scream Queens. Árið 2014 byrjaði hann líka í bresku þáttunum Cuckoo en yfirgaf þættina árið 2018. Hann er ekki að vinna í neinum nýjum verkefnum sem stendur. 

Fyrsta stóra kvikmyndin sem hann kom fram í fyrir utan Twilight-kvikmyndirnar var kvikmyndin Abduction árið 2011, þar sem hann lék á móti leikkonunni Lily Collins. Þeirri kvikmynd gekk mjög illa í kvikmyndahúsum og miðar seldust aðeins fyrir 28 milljónir Bandaríkjadala, en það kostaði 35 milljónir að framleiða hana. 

Gengi myndarinnar var ekki bara slæmt heldur fékk Lautner skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína. „Þetta er örugglega fyrsta kvikmyndin sem ég hef séð þar sem leikari setur hönd sína íhugull á hökuna og það er svo vandræðalegt að ég var hrædd um að hann myndi feila og pota í auga sitt,“ skrifaði Alison Wilmore kvikmyndagagnrýnandi. 

Hann var þó enn með gott orðspor á þessum tíma og gat krafist hárra launa þegar hann tók að sér verkefni. Hann var þó orðaður við nokkur verkefni sem hann fékk ekki og var orðrómurinn sá að hann krafðist of hárra launa. 

Hann fékk hlutverk í kvikmyndinni Tracers sem átti að koma út tæpum fjórum árum eftir að Twilight-kvikmyndin var sýnd. Sú kvikmynd komst ekki í kvikmyndahús og þénaði litla peninga. 

Eftir það kom hann fram í kvikmyndinni Grown Ups 2 með Adam Sandler, sem hefur ekki fengið góða dóma. Hann hélt samstarfinu áfram með Sandler og kom einnig fram í kvikmyndinni The Ridiculous 6.

Sú kvikmynd fékk einkunnina 0 á Rotten Tomatoes og er lýst sem kvikmynd sem „fólk ætti að forðast að horfa á“.

Eignir hans eru þó metnar á um 40 milljónir Bandaríkjadala, svo hann þarf kannski ekki að einbeita sér að fá hlutverk í kvikmyndum eða þáttum til þess að lifa ágætislífi. 

Hann hefur átt nokkrar kærustur í gegnum árin sem eiga það sameiginlegt að vera stórstjörnur. Hann var um tíma með tónlistarkonunni Taylor Swift, mótleikkonu sinni Lily Collins, tónlistarkonunni Selenu Gomez og leikkonunni Marie Avgeropoulos. 

Í dag er hann með hjúkrunarfræðingi sem heitir Taylor og hafa þau verið saman í um ár. 

View this post on Instagram

Instagram vs reality

A post shared by Taylor Lautner (@taylorlautner) on Jun 1, 2019 at 11:35am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.