Ætlar ekki að lúskra á Gallagher

Robbie Williams er hættur við áskorunina.
Robbie Williams er hættur við áskorunina. INGO WAGNER

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams ætlar ekki að láta verða af því að lúskra á tónlistarmanninum Liam Gallagher. Eiginkona Williams taldi hann af því og benti honum á að þeir væru báðir komnir af léttasta skeiði. 

Williams og Gallagher hafa elt grátt silfur saman síðustu ár og skoraði Williams á hinn síðarnefnda í bardaga á Brit-verðlaununum árið 2000. Ekkert hefur orðið af bardaganum á síðustu 19 árum og nú er Williams hættur við áskorunina. 

Um Brit-verðlaunahátíðina var skrifað á mbl.is 4. mars árið 2000: „Williams fékk verðlaun fyr­ir bestu smá­skíf­una og besta mynd­bandið en lagið var í báðum til­fell­um She's The One. Þegar hann tók við verðlaun­un­um manaði hann Gallag­her, sem var í Jap­an á tón­leika­ferð, í slag og lagði 100 þúsund pund und­ir. Var Williams þarna að hefna sín á Gallag­her sem lét svo um mælt fyr­ir skömmu að Williams væri bara „feit­ur dans­ari“.

Williams og eiginkona hans Ayda Fields ræddu málið í nýja hlaðvarpsþættinum sínum „At Home With the Williamses“.

„Mér finnst það vandræðalegt. Þú ert 45 ára gamall. Ætlið þið inn í hring að lemja hvor annan? Það er bara glatað,“ sagði Fields við eiginmann sinn. 

„Fyrir það fyrsta eruð þið hvorugur í ykkar besta formi. Þú ert ekki á þrítugsaldrinum, mér finnst leiðinlegt að segja þér það. Þið eruð báðir komnir til ára ykkar. Þið eigið eftir að fara í bakinu og meiða ykkur í hnjánum. Ég þarf að endurlífga þig eftir þetta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Fields.

Hún bætti við að hún vildi bræða hatrið á milli þeirra og lagði til að þau myndu jafnvel senda Liam Gallagher jólakort þetta árið. Williams virðist hafa tekið vel í hugmynd eiginkonu sinnar. 

„Þetta er hátíð ástar og friðar á milli allra manna, jafnvel Liams Gallaghers. Þökkum Guði fyrir að við höfum snúið þessu máli við,“ sagði Williams.

Liam Gallagher fær ekki að kenna á því frá Williams.
Liam Gallagher fær ekki að kenna á því frá Williams. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.