Skilnaðurinn tók á The Rock

Johnson segir að skilnaðurinn hafi tekið mikið á hann.
Johnson segir að skilnaðurinn hafi tekið mikið á hann. AFP

Leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson segir að skilnaður hans og kvikmyndaframleiðandans Dany Garcia hafi tekið mikið á hann.

Johnson segir í viðtali við Wall Street Journal að hann hafi verið hikandi að ganga í hjónaband aftur, en hann og eiginkona hans, Lauren Hashian, komu öllum á óvart þegar þau gengu í það heilaga á Hawaii nú í haust. 

Johnson var í hjónabandi með Garcia frá 1997 til 2007 og eiga þau saman dótturina Simone. Núverandi eiginkonu sinni kynntist hann skömmu eftir að hann skildi að borði og sæng við Garcia.

„Skilnaðurinn tók á mig. Ég var samt ekki hræddur við að kvænast aftur, ég var bara hikandi. En Lauren var ótrúlega þolinmóð, „Ég elska þig, þú elskar mig, við eigum þetta frábæra líf saman, engin pressa“,“ sagði Johnson í viðtalinu. 

Johnson og Hashian eiga tvær dætur saman, Jasmin 3 ára og Tiönu 19 mánaða. Hann var löngu farinn að kalla hana eiginkonu sína áður en þau gengu í það heilaga og segir að fólk hafi stundum verið ruglað þegar hann gerði það og spurt hvort þau hafi gift sig í launi. Þau enduðu svo á því að gera það í leyni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.