Fjölskyldan ekki látin vita

Enginn lét fjölskyldu Caitlyn Jenner vita að hún myndi detta …
Enginn lét fjölskyldu Caitlyn Jenner vita að hún myndi detta út. AFP

Kardashian-Jenner fjölskyldan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að standa ekki við bakið á Caitlyn Jenner í raunveruleikaþáttunum I’m a Celebrity… Get Me Out of Here. Jenner var send heim úr þáttunum á dögunum en enginn úr fjölskyldunni var við hlið hennar þegar það gerðist. 

Kim Kardashian, fyrrverandi stjúpdóttir Caitlyn, segir hinsvegar að það hafi enginn á vegum þáttanna boðið þeim að koma í þættina og því hafi þau ekki vitað að það stæði þeim til boða. 

Brandon Jenner, sonur Caitlyn, hefur sömu sögu að segja og segir að ekki hafi verið haft samband við hann eða bróður hans. 

„Ég held að það hafi verið saga sem framleiðendurnir vildu búa til til þess að fá meiri samkennd með Caitlyn. Þannig virkar þetta með svona sjónvarpsefni,“ sagði Brandon Jenner.

Þegar keppendur detta úr leik í þáttunum tekur fjölskylda þeirra vanalega á móti þeim en í þættinum þar sem Caitlyn datt úr flaug hún heim með vinkonu sinni Sophiu Hutchins. 

Það er þó ekki eins og fjölskyldan hafi algerlega gleymt henni en yngstu dætur hennar tvær, Kylie og Kendall Jenner, tóku á móti henni þegar hún kom heim en þær höfðu einnig skreytt heimili hennar. 

View this post on Instagram

Thank you my baby’s @kendalljenner @kyliejenner

A post shared by Caitlyn Jenner (@caitlynjenner) on Dec 10, 2019 at 9:07am PSTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.