Fagnaðarfundir þegar Dorrit og Samson hittust í fyrsta sinn

Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti í vikunni, en …
Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti í vikunni, en Samson er orðinn 8 vikna. Skjáskot/Instagram

Miklir fagnaðarfundir urðu þegar Dorrit Moussaieff og hvolpurinn Samson hittust í fyrsta skipti í vikunni. Samson er klónaður und­an hund­in­um Sámi, sem var blend­ing­ur þýskra og ís­lenskra fjár­hunda og var í eigu forsetahjónanna fyrrverandi um langt skeið. 

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit komu til Washington D.C. fyrir tæpum tveimur vikum en Sam­son fædd­ist vest­an­hafs í lok október og verður þar fram í mars þegar hann flyt­ur til London, þar sem Dor­rit er bú­sett.

Dorrit birti myndskeið af fyrstu kynnum hennar og Samson á Instagram. Undir myndskeiðinu skrifar hún að óvíst sé hvort það sé erfðafræðilega mögulegt að flytja minni en að Samson hafi heilsað henni eins og gömlum vini. 

Samson undi sér vel í fangi Dorritar og sleikti andlitið rækilega. Ef vel er að gáð má heyra Ólaf Ragnar vekja athygli á því í bakgrunni.

Samson fæddist í lok október. Á þessari mynd er hann …
Samson fæddist í lok október. Á þessari mynd er hann fimm vikna gamall. Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti í vikunni. Ljósmynd/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hættu að slá hausnum við steininn því ef eitthvað vex þér í augum skaltu brjóta odd af oflæti þínu og leita þér aðstoðar.