Kynlífið okkar er búið

Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar Brad Falchuk.
Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar Brad Falchuk. AFP

„Þannig að kynlífið okkar er búið,“ sagði Gwyneth Paltrow þegar hún var spurð út í hvernig væri að búa loksins með eiginmanni sínum í viðtali við Harper's Bazaar. Paltrow giftist handritshöfundinum Brad Falchuk í september árið 2018. Þau fluttu hins vegar ekki inn saman fyrr en síðasta sumar. 

Paltrow var að grínast þegar hún sagði að kynlíf þeirra væri búið. Henni fannst hins vegar áhugavert hversu mikinn hljómgrunn þau fengu þegar þau sögðu frá ákvörðun sinni um að flytja ekki strax inn saman.  

„Þetta er draumurinn minn. Aldrei flytja inn saman,“ segir Paltrow að ein af hennar bestu vinkonum hafi sagt við sig. 

„Ég er viss um að þetta hjálpar til við að varðveita dulúð og líka að gleyma ekki hugmyndinni um að þessi manneskja á sitt eigið líf. Svo það er eitthvað sem ég er að reyna að hafa í huga nú þegar við höfum sameinast,“ sagði Paltrow um það hvernig það var að búa hvort á sínum staðnum og flytja svo inn saman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.