Brúðkaupi prinsessunnar ekki sjónvarpað

Brúðkaup þeirra verður ekki í beinni útsendingu.
Brúðkaup þeirra verður ekki í beinni útsendingu. AFP

Fyrirhugað brúðkaup Beatrice prinsessu og Edoardo Mapelli Mozzi seinna á þessu ári verður ekki sýnt í beinni útsendingu í Bretlandi. 

Bæði BBC og ITV, stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, hafa gefið það út að brúðkaupinu verði ekki sjónvarpað beint. Gera má þó ráð fyrir að fjallað verði um brúðkaupið í sjónvarpsfréttatímum og hefur BBC gefið út að fjallað verði um brúðkaupið á helstu miðlum þeirra í bæði sjónvarpi, útvarpi og á vefnum.

Brúðkaupi systur hennar, Eugenie, og Jack Brooksbank var ekki heldur sjónvarpað á þessum rásum í október 2018. Ástæðan er sú að minni áhugi er fyrir brúðkaupum þeirra systra en brúðkaupum bræðranna Harry og Vilhjálms.

Prinsessurnar eru töluvert aftar í erfðaröðinni en þeir bræður, en þær eru dætur Andrésar sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins. 

ITV sýndi sérstakan þriggja tíma þátt um brúðkaup Eugenie en brúðkaupið var þó ekki sýnt beint. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson