Spider-Man 3 tekin upp á Íslandi

Tom Holland gæti verið á leið til landsins.
Tom Holland gæti verið á leið til landsins. AFP

Marvel Studios hefur gefið út hvaða staðir það eru sem kvikmyndin Spider-Man 3 verður tekin upp á og er Ísland einn af tökustöðunum. ComicBook.com greinir frá.

Tökur munu hefjast í júlí á þessu ári og standa fram í nóvember. Auk Íslands verður kvikmyndin tekin upp í bandarísku borgunum Atlanta, New York og Los Angeles. Kvikmyndin hefur ekki enn fengið endanlegt nafn en vinnuheiti myndarinnar er Spider Man: Homecoming 3. 

Kvikmyndin mun koma í kvikmyndahús í júlí 2021 en með hlutverk Köngulóarmannsins sjálfs fer leikarinn Tom Holland. Fleiri leikarar hafa ekki verið staðfestir í kvikmyndina en búist er við því að leikkonan Zendaya og Jacob Battalon haldi áfram í hlutverki sínu. 

Þetta er ekki fyrsta myndin úr smiðju Marvel Sudios sem tekin er upp á Íslandi en kvikmyndin Thor: The Dark World var tekin upp hér. Ísland virðist vera orðið gríðarvinsæll kvikmyndatökustaður en á síðustu árum hafa kvikmyndirnar Lara Croft: Tomb Raider, Star Wars: The Force Awakens, Batman Begins, 007: Die Another Day og Prometheus verið teknar upp hér auk fjölda annarra kvikmynda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.