„Vildi ekki vera partur af þessum skrípaleik“

Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global í Mexíkó.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global í Mexíkó. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Guðrún Sigurbjörnsdóttir er komin heilu og höldnu frá Mexíkó eftir dramatísk endalok á fegurðarkeppninni Miss Global þar í landi um helgina. Guðrún gerði upp keppnina og ferðalagið í pistli á Instagram. 

Í pistlinum segist Guðrún hafa upplifað margt gott í keppninni en segir einnig frá spillingu sem hún og aðrir keppendur mótmæltu. Segir Guðrún að styrktaraðili konunnar sem kom fram fyrir hönd Mexíkó vildi fá það í gegn að Miss Global Mexíkó myndi vinna keppnina.  Dómararnir fengu lista af nöfnum kvenna sem átti að raða upp í sæti. Keppendur mótmæltu þessu og reyndi eigandi keppninnar að friða þær með því að bjóða þeim að vera í tíu kvenna úrslitum. Guðrún tók það hins vegar ekki í mál. 

Hér fyrir neðan má lesa pistil Guðrúnar í heild sinni. 

„Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning. Bæði fyrir keppnina og í gegnum allt ferlið. Ég fór út með það markmið að stíga vel út fyrir þægindarammann, læra að dansa, kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Ég fór í viðtöl bæði í sjónvarpi og útvarpi, fór í myndatökur og kom fram á sviði fyrir framan nokkur þúsund manns og í beinni í sjónvarpi. Ég eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lífstíð.

Ég uppfyllti allar mínar kröfur og kem heim sterkari útgáfu af sjálfri mér sem ég er svo ótrúlega stolt af. Vegna deilu á milli eiganda keppninnar og þ[ess] sem var að halda hana í Mexico á lokakvöldinu var ákveðið að enda hana. Sponsari Miss global Mexico reyndi að fá [það í] gegn að hún myndi vinna. Dómararnir fengu lista með nöfnum sem þeir áttu að velja í sæti. Þess vegna urðu mótmæli meðal kepp[e]nda og ákv[að] ég ásamt fleiri keppendum og dómurum að yfirgefa keppnina. Eigandi keppninnar reyndi þá að friða okkur með því að bjóða fleirum sæti á sviðið. Mér var til dæmis boðið að vera meðal topp 10. Ég hafnaði tilboðinu þar sem ég vildi ekki vera partur af þessum skrípaleik. Lokakvöldið er aðeins lítill partur af því ferli sem átti sér stað áður. Og ætla ég því að koma heim með allar þær góðu minningar í fara[r]nesti og læra af þessari lífsreynslu.“

View this post on Instagram

Eg vil byrja a þvi að þakka ykkur öllum fyrir ometanlegann stuðning. Bæði fyrir keppnina og i gegnun allt ferlið. Ég fór út með það markmið að stiga vel ut fyrir þægindarammann, læra að dansa kynnast nyju folki og nyrri menningu. Ég for i viðtöl bæði i sjonvarpi og utvarpi for i myndatokur og kom fram a sviði fyrir framan nokkur þusund manns og i beinni i sjonvarpi. Eg eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lifstið. Ég uppfyllti allar minar kröfur og kem heim sterkari utgafa af sjalfri mer sem eg er svo otrulega stolt af. Vegna deilu a milli eiganda keppninnar og þann sem var að halda hana i Mexico á loka kvöldinu var ákveðið að enda hana. Sponsari Miss global Mexico reyndi að fá þvi gegn að hun myndi vinna. Dómararnir fengu lista með nöfnum sem þeir attu að velja i sæti. Þess vegna urðu motmæli meðal keppanda og ákváðum eg asamt fleirum keppendum og dómurum að yfirgefa keppnina. Eigandi keppnarinnar reyndi þá að friða okkur með þvi að bjoða fleirum sæti a sviðið. Mér var til dæmis boðið að vera meðal top 10. Ég hafnaði tilboðinu þar sem eg vildi ekki vera partur af þessum skrípaleik. Loka kvöldið er aðeins litill partur af þvi ferli sem atti ser stað aður. Og ætla eg þvi að koma heim með allar þær goðu minningar i faranesti, skylja eftir þær vondu og læra af þessari lifsreyslu❤️

A post shared by Guðrún Sigurbjörnsdóttir (@gudrunsigur) on Jan 20, 2020 at 11:00pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson