Stuðmenn og Auður í eina sæng

Stuðmenn vinna með Auði.
Stuðmenn vinna með Auði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Stuðmenn og tónlistarmaðurinn Auður senda frá sér nýtt lag á föstudaginn næstkomandi. Lagið heitir Elsku vinur og er poppballaða. Auður eða Auðunn Lúthersson eins og hann heitir réttu nafni samdi lagið ásamt stuðmönnunum Agli Ólafssyni og Jakobi Frímanni Magnússyni en Þórður Árnason samdi texta. 

Lagið verður á komandi safnplötu Stuðmanna sem kallast Lög allra landsmanna. Stuðmenn eru ein elsta starfandi hljómsveit á Íslandi en fyrsta plata þeirra, Sumar á Sýrlandi, kom út árið 1975. Auðunn er einn mest spilaði tónlistarmaður nú á dögum en hann átti eitt vinsælasta lag sumarsins, Enginn eins og þú. 

„Lagið Elsku vinur er skemmtileg poppballaða sögð frá sjónarhorni eldri tónlistarmanns til nútímans, þar sem virðist sem allt sé í autotune-i,“ segir í fréttatilkynningu. 

Auður vinnur með Stuðmönnum.
Auður vinnur með Stuðmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.