Byrjaði að drekka mikið þegar hún var með Mayer

Simpson lýsir sambandi sínu við tónlistarmanninn John Mayer í bók …
Simpson lýsir sambandi sínu við tónlistarmanninn John Mayer í bók sinni Open Book. AFP

Tónlistarkonan Jessica Simpson segir í sjálfsævisögu sinni Open Book að hún hafi byrjað að drekka mikið af áfengi þegar hún var í sambandi með tónlistarmanninum John Mayer. 

Parið fyrrverandi kynntist árið 2005 í partíi og hóf ástarsamband sitt ári seinna. Þau slitu svo sambandi sínu aðeins ári eftir það en voru vinir um tíma. Hún eyddi símanúmerinu hans úr símaskránni sinni þegar hann talaði opinberlega um kynlíf þeirra í viðtali við Playboy árið 2010. 

Í bókinni segir Simpson frá því að hann hafi verið heltekinn af henni, kynferðislega og tilfinningalega. Hún viðurkennir að hún hafi aldrei viljað bregðast honum og beðið vinkonu sína stundum að lesa yfir smáskilaboð til hans til að tryggja að hún hefði skrifað allt rétt. 

„Ég hafði stöðugt áhyggjur af því að ég væri ekki nógu gáfuð fyrir hann. Hann var svo klár og lét öll samtöl vera vinalega keppni þar sem hann þurfti að vinna,“ skrifar Simpson í bók sinni. 

Hún fann fyrir mikilli pressu frá honum og það leiddi til mikils kvíða hjá söngkonunni. „Ég fékk mér annan drykk. Ég var farin að treysta á áfengi til að fela tilfinningar mínar.“

John Mayer var heltekinn af Simpson.
John Mayer var heltekinn af Simpson. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson