Hélt að sjálfsfróun væri bara fyrir stráka

Aimee Lou Wood fer með hlutverk í Sex Education.
Aimee Lou Wood fer með hlutverk í Sex Education. AFP

Breska leikkonan Aimee Lou Wood sem fer nú með hlutverk í þáttunum Sex Education segir að fyrir þættina hafi hún haldið að sjálfsfróun væri bara eitthvað sem strákar gerðu. 

Sex Education, eða Kynfræðsla, hafa notið mikillar hylli á Netflix á síðustu vikum en önnur sería fór í loftið nú í janúar. Þættirnir eru leiknir og fjalla um unglinga og foreldra þeirra og líkt og nafnið gefur til kynna er kynlíf stærsta umfjöllunarefnið. 

Í þáttunum lék Wood í sjálfsfróunarsenu og í kjölfarið komst hún að því að margir aðrir deildu hennar upplifun að sjálfsfróun væri bara „eitthvað sem strákar gerðu“.

„Þegar ég var í sjálfsfróunarsenunni sögðu aukaleikarar við mig „Hvað meinarðu með að þú hafir þurft að taka svona senu? Þetta er bara fyrir stráka“,“ sagði Wood í viðtali við BBC Newsbeat.

Wood ræðir um mikilvægi kynfræðslu í skólum og bætir við að henni hafi liðið eins og hún væri eitthvað skrítin fyrir það að langa að stunda sjálfsfróun sem unglingur.

„Matur, vinna, kynlíf, þetta eru allt lykilatriði í lífinu og við vitum ekki nóg um þessa hluti. Ég vildi óska þess að ég vissi að það er eðlilegt að langa til að stunda kynlíf aðeins til þess að njóta þess, ekki bara til þess að búa til börn,“ sagði Wood. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson