Svartur skuggi við rúmgaflinn

Black Sabbath við upphaf ferils síns; Geezer Butler er lengst …
Black Sabbath við upphaf ferils síns; Geezer Butler er lengst til vinstri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Málmbandið Black Sabbath var frá upphafi spyrt við djöfladýrkun og gekk illa að þvo þann stimpil af sér. Hefur það með drungann og þungann á fyrstu plötum sveitarinnar að gera – og textana upp að vissu marki.

Hirðskáldið Geezer Butler hefur viðurkennt að hafa sem ungur maður haft áhuga á djöfladýrkun sem fyrirbrigði enda alinn upp í ströngum kaþólisma og trúði á kölska og gengst við því að hafa lesið bækur eftir Aleister Crowley, Dennis Wheatley og fleiri. Hætti því þó snarlega eftir að Ozzy Osbourne lánaði honum bók um sextándu aldar svartagaldur sem hann mun hafa stolið.

Eina nóttina vaknaði Butler við það að honum fannst svartur skuggi vera við rúmgaflinn – og hafði illt í huga, að því er virtist. Butler rauk þá fram til að henda téðri bók úr hillunni en hvað var a’tarna? Hún var horfin. „Eftir þá reynslu kom ég ekki nálægt þessu. Þetta hræddi úr mér líftóruna,“ rifjaði hann upp löngu síðar. 

Fjallað er um Black Sabbath í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins af því tilefni að í næstu viku verða fimmtíu ár liðin frá útgáfu fyrstu breiðskífu bandsins en við hana er upphaf þungarokksins gjarnan miðað. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.