Harry og Meghan segja upp starfsfólki í London

Fimmtán manns var sagt upp á skrifstofu þeirra hjóna.
Fimmtán manns var sagt upp á skrifstofu þeirra hjóna. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja hafa sagt upp 15 manns á skrifstofu sinni í London. Hjónin tilkynntu í janúar að þau ætluðu sér að hætta að sinna konunglegum skyldum sínum og eru þessar uppsagnir hluti af því ferli.

Starfsfólkinu var sagt upp í janúar síðastliðnum samkvæmt heimildum Daily Mail. Á meðal þeirra 15 sem misstu vinnuna var einkaritari þeirra Fiona Mcilwham, samskiptastjórinn Sara Latham og aðstoðarritari samskiptastjórans Marnie Gaffney. Samkvæmt Daily Mail gætu einhverjir fyrrverandi starfsmenn á skrifstofu Harry og Meghan fengið starf hjá öðrum í konungsfjölskyldunni. 

Harry og Meghan hafa dvalið í Kanada síðustu vikur á milli þess sem þau hafa skroppið í nokkrar ferðir til Bandaríkjanna. Í vikunni heimsóttu þau Stanford-háskóla í Bandaríkjunum til að hitta prófessora við skólann og ræða um ný góðgerðarsamtök sem þau hyggjast stofna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes