Athugasemdir á Instagram voru að eyðileggja líf hennar

Billie Eilish er hætt að lesa athugasemdir á Instagram.
Billie Eilish er hætt að lesa athugasemdir á Instagram. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish er hætt að lesa athugasemdir sem hún fær á Instagram af þeirri ástæðu að þær voru að eyðileggja líf hennar. 

Í viðtali við BBC um nýtt lag sitt, No Time To Die, titillag nýjustu Bond-kvikmyndarinnar, segja Eilish og bróðir hennar Finneas O'Connell að þrátt fyrir að þau séu fræg hafi ljótar athugasemdir á samfélagsmiðlum áhrif á þau. 

Eilish sagðist hafa hætt að lesa athugasemdir á Instagram fyrir tveimur dögum þegar viðtalið var tekið. 

Eilish og bróðir hennar voru valin til þess að semja og flytja lagið fyrir Bond-myndina. Þau segja það mikinn heiður og lögðu allt í sölurnar til að búa til gott lag. Lagið sömdu þau á þremur dögum og var það tekið upp í tónleikarútu í Texas í Bandaríkjunum. 

Hin 18 ára gamla tónlistarkona og bróðir hennar fóru sigurför á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar síðastliðnum og fóru þau heim með fimm verðlaun hvort um sig.

Billie EIlish og Finneas O'Connell á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Billie EIlish og Finneas O'Connell á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vaða – þú hefur engu að tapa. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Leyndur hæfileiki skýtur upp kollinum.