Er þetta kjóll?

Sjónvarpssysturnar Ariel Winter og Sarah Hyland úr Modern Family.
Sjónvarpssysturnar Ariel Winter og Sarah Hyland úr Modern Family. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Sarah Hyland birti myndaröð á Instagram úr lokapartíi sjónvarpsþáttanna vinsælu Modern Family. Með henni á nokkrum myndum var systir hennar úr sjónvarpsþáttunum, leikkonan Ariel Winter. Winter vakti athygli fyrir að klæðast afar gegnsæjum kjól. 

Hyland benti á kjól Winter í texta sínum við myndirnar. Sagðist hún elska fólkið sem kom að þáttunum og benti á að eftir 11 ár saman væru sjónvarpssysturnar byrjaðar að ganga í eins fötum. Báðar voru þær í svörtum kjólum en kjóll Winter var töluvert efnisminni. 

Ekki er ólíklegt að einhver hefði talið að Winter væri í nælonsokkabuxum en ekki hátískukjól. Winter var að minnsta kosti ekki hrædd við að sýna líkamann en hún hefur talað opinberlega um hversu erfitt það var fyrir sjálfstraustið að vaxa úr grasi í sviðsljósinu. 

Hér að neðan má sjá allar myndirnar sem Hyland birti. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.