Swift óþekkjanleg sem karl með íslenskri hjálp

Taylor Swift sem kona og Taylor Swift sem karlmaður.
Taylor Swift sem kona og Taylor Swift sem karlmaður. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift leikur karlmann í sínu nýjasta tónlistarmyndbandi, The Man. Í laginu syngur Swift um hvað hún myndi gera sem karlmaður. Gervi hennar á því vel við. Hin íslenska Fríða Aradóttir átti sinn þátt í að gera útlit Swift trúverðugt. 

Swift leikstýrði myndbandinu sjálf en í því má sjá erkitýpu af karlmanni. Er karlmaðurinn sem tónlistarkonan leikur í hinum ýmsu aðstæðum. Hann er yfirmaður í jakkafötum, reykir vindil í lestinni, spilar tennis, kvænist ungri konu og þar fram eftir götunum. 

Tónlistarkonan leikur karlmanninn í öllum aðstæðunum og tók sinn tíma að koma henni í gervið. Förðunarfræðingurinn Bill Corso sýndi hversu ótrúlega miklum breytingum útlit Swift tók í förðunarstólnum. Búningar og hár spiluðu inn í og sá hin íslenska Fríða Aradóttir um hárkollur. 

View this post on Instagram

#taylorswift is the MAN. With a little help from me and some very talented friends. Many thanks to Andrew Clement and his team @cce_inc ( Brad, Lesley, etc..) for creating the prosthetics and muscle suit (Fabricators, Nick Bauman, Alex Dill-Lim and Rob Seal) built on my designs while I was away finishing up another job. Mario @monstermania2017 and Richie Alonzo did a beautiful job on sculptures, Cristian Tinsley @tinsleymua prepped the beard for me, Sasha @sasha_camacho did the eyebrows and Fríða Aradóttir took care of the wig for me. Richie and Andy joined me for application, Makie Dawson for your great assist and I must say, Ms Swift was the very best. Brilliant model, Director and of course performer 😉 Speaking of performances, don’t miss my quick cameo during Old Man’s wedding ☺️ #theman #taylorswift #themanmusicvideo #makeup #transformation #prosthetics #art #music #musicvideo There are many more to thank so I’ll update this post as I get names.

A post shared by Bill Corso (@bcorso) on Feb 27, 2020 at 10:25am PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.