Drottningin lærir á FaceTime og Skype

Elísabet Englandsdrottning dvelur nú í Windsor kastala.
Elísabet Englandsdrottning dvelur nú í Windsor kastala. AFP

Elísabet Englandsdrottning ætlar að læra að nýta sér tæknina við að eiga í samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi á meðan kórónuveiru heimsfaraldurinn geisar. Drottningin og Filippus drottningarmaður dvelja nú í Windsor kastala einangruð frá öðrum í fjölskyldunni.

Karl Bretaprins, elsti sonur hjónanna og ríkiserfingi Elísabetar, greindist með kórónuveiruna í vikunni og eru hann og eiginkona hans, Kamilla hertogaynja, í einangrun. Kamilla greindist þó ekki með veiruna.

Karl Bretaprins greindist með veiruna.
Karl Bretaprins greindist með veiruna. AFP

Elísabet drottning hélt til Windsor fyrr en áætlað var til að verjast veirunni. Hún hefur frestað öllum viðburðum og opinberum heimsóknum sem fyrirhugaðar voru á næstu vikum. Í tilkynningu í síðustu viku sagði hún að allir þyrftu að tileinka sér nýjar aðferðir til að halda sambandi við fjölskyldu sína og ástvini. Samkvæmt heimildarmanni The Telegraph hefur drottningin og starfsfólk hennar verið að tæknivæða starfsemina.

Nýja tæknin mun auðvelda henni að vera í reglulegum samskiptum við fjölskyldumeðlimi sem búa annarsstaðar í heiminum, líkt og barnabarn hennar Harry Bretaprins, eiginkonu hans Meghan og son þeirra Archie.

Í gær átti hún símafund með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. Drottningin virtist þó ekki enn vera komin yfir í myndsímtölin miðað við myndina á Instagram-reikningi konungsfjölskyldunnar heldur talaði hún í gamaldags borðsíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson