Meghan hæstánægð með nýja lífið

Harry og Meghan eru flutt til Kanada.
Harry og Meghan eru flutt til Kanada. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, tilkynntu í byrjun árs að þau ætluðu að flytja til Norður-Ameríku. Heimildarmaður Us Magazine segir Meghan hæstánægða með nýja lífið en hjónin láta formlega af konunglegum störfum 31. mars næstkomandi. 

„Meghan er hæstánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að endurstilla sig,“ segir heimildarmaðurinn. Er Meghan meðal annars sögð ánægð með að vera komin í burtu frá öllum látunum sem fylgja Lundúnaborg. „Henni líður eins og nýrri manneskju.“

Hertogaynjan er sögð aftur orðin létt á fæti og segir heimildarmaðurinn yndislegt að sjá hana aftur í góðu formi. Að sögn hans leið henni eins og hún væri innilokuð þegar hún bjó með Harry á Englandi.

„Hún var stressuð að fara út úr sínu eigin húsi vegna allrar neikvæðu athyglinnar sem fylgdi henni,“ sagði heimildarmaðurinn og sagði Meghan hafa fengið kvíðaköst.

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes