Barnabarn Kennedys talið hafa farist

Maeve Kennedy McKean og sonur hennar Gideon eru talin hafa …
Maeve Kennedy McKean og sonur hennar Gideon eru talin hafa farist úti á flóanum. Ljósmynd/Facebook

Leit hefur nú verið hætt að Maeve Kennedy McKean og ungum syni hennar. Maeve var dóttir Kathleen Kennedy Townsend, sem er dóttir Roberts F. Kennedys. Robert var bróðir Johns F. Kennedys, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.   

Maeve sást síðast á litlum bát ásamt átta ára syni sínum Gideon á Chesapeake-flóa í Maryland síðdegis á fimmtudag. Leit á flóanum hófst á fimmtudagskvöld þegar ljóst varð að þau hefðu lent í vandræðum. Leit stóð yfir fram á föstudag en í gærkvöldi tilkynnti eiginmaður hennar, David McKean, að leitinni hefði verið hætt. Hann segir að þau séu að öllum líkindum látin. 

Í facebookfærslu skrifar David McKean að þau hafi ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví í húsi í eigu móður Maeve, Kathleen, með börn sín. 

„Gideon og Maeve voru að leika sé með bolta við litla grunna vík sem stendur við húsið. Boltinn fór út í vatnið. Þau fóru í bátinn, einfaldlega til þess að sækja boltann út í litlu víkina og einhvern veginn enduðu þau úti á flóanum. Um hálftíma seinna sá einhver þau frá landi úti á flóanum og hringdi í lögregluna. Þau hafa ekki sést síðan. Landhelgisgæslan fann bátinn langt í burtu um klukkan hálfsjö í gær,“ skrifar David McKean.

Kennedy-fjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda áfalla en afi Maeve, Robert, var skotinn til bana hinn 5. júní 1968 en hann stóð þá í forvali demókrata til forsetakosninganna 1968. Bróðir hans John F. Kennedy var, eins og flestir vita, einnig skotinn til bana fimm árum áður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.