Barnabarn Roberts Kennedy látið

Saoirse Kennedy Hill var lýst látinn á sjúkrahúsinu í Cape …
Saoirse Kennedy Hill var lýst látinn á sjúkrahúsinu í Cape Cod. Ljósmynd/Google Maps

Saoirse Kennedy Hill, barnabarn fyrrverandi forsetaframbjóðandans Robert F. Kennedy, er látin. 

BBC segir sjúkrabíla hafa verið kallaða að heimili Kennedy fjölskyldunnar í  Hyannis Port í Massachusetts á fimmtudag og Saoirse Kennedy Hill hafi svo verið lýst látinn á sjúkrahúsinu í Cape Cod.

Hún var dóttir  Courtney, sem var fimmta barn þeirra Roberts og Ethel Kennedy. Robert Kennedy var myrtur eins og bróðir hans forsetinn John F. Kennedy, er hann var í framboði til forseta.

„Hjörtu okkar eru brostin vegna missis á okkar heitt elskuðu Saoirse. Líf hennar var fullt af von, væntingum og ást,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

„Heimurinn er ögn minna fagur í dag,“ sagði í yfirlýsingu frá ömmu hennar, Ethel.

Saoirse Kennedy Hill var einkadóttir þeirra Courtney og Paul Michael Hill, en Hill var einn Guilford fjórmenninganna sem voru ranglega dæmdir fyrir sprengjuárás IRA á pöbb árið 1974.

Ekki var tilgreint hver dánarorsök hennar var, en bandarískir fjölmiðlar segja hana hafa látist af of stórum skammti. New York Times segir hana hafa þjáðst af þunglyndi. „Þunglyndið settist að mér í gagnfræðiskóla og verður með mér fyrir lífstíð,“ skrifaði hún í skólablað árið 2016.

BBC segir dauða hennar vera til rannsóknar hjá lögreglu sem „eftirlitslaust dauðsfall“.

20 ár voru í síðasta mánuði liðin frá andláti John F. Kennedys jr., sonar Kennedys forseta. Hann var að koma fljúgandi í einkaflugvél vegna brúðkaups sem haldið var í Hyannis Port er flugvél hans hrapaði í sjóinn.

Robert Kennedy ræðir við kjósendur í Los Angeles árið 1968. …
Robert Kennedy ræðir við kjósendur í Los Angeles árið 1968. Ljósmynd úr safni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert