Metfjöldi umsókna til leikhússins

„Við viljum vera í virku samtali við listamenn og hugmyndasmiði,“ …
„Við viljum vera í virku samtali við listamenn og hugmyndasmiði,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Umsóknarfrestur um ný íslensk barnaleikrit rann út nýverið og okkur bárust 147 umsóknir sem ýmist innihéldu fullskrifuð verk eða ítarlegar lýsingar á framvindu verks sem við liggjum nú yfir og munum ráða að minnsta kosti tvo höfunda,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. 

Undir lok febrúarmánaðar auglýsti Þjóðleikhúsið eftir nýjum leikritum fyrir börn, annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar fyrir Kassann eða Kúluna með það að markmiði að „efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra íslenskra barnaleikrita“ eins og segir í auglýsingunni á vef leikhússins. Í upphafi árs auglýsti Þjóðleikhúsið einnig eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra leikárið 2020-2021.

„Okkur bárust 40 umsóknir um samstarfsverkefni og við erum þegar búin að velja þrjú verkefni til samstarfs,“ segir Magnús Geir og tekur fram að þessi nálgun endurspegli ákveðnar áherslubreytingar í starfsemi Þjóðleikhússins.

„Við viljum vera í virku samtali við listamenn og hugmyndasmiði. Á sama tíma viljum við að starfsemi Þjóðleikhússins sé opin og aðgengileg. Við trúum að það skili á endanum fjölbreyttari hugmyndum og auknum listrænum gæðum,“ segir Magnús Geir, en ítarlegt viðtal við hann má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes