Sonur Etheridge lést úr ofskömmtun

Melissa Etherigde og sonur hennar Beckett.
Melissa Etherigde og sonur hennar Beckett. Skjáskot/Instagram

Sonur tónlistarkonunnar Melissu Etherigde, Beckett, lést fyrr í vikunni 21 árs gamall. Etheridge greindi frá andláti sonar síns á samfélagsmiðlum í gær. 

Í viðtali við People sagði hún að sonur hennar hefði látist úr ofskömmtun fíkniefna en hann var háður ópíóðum. 

„Í dag bættist ég við hóp þeirra fjölskyldna sem hafa misst ættingja sína úr ópíóðafíkn,“ sagði Etherigde.

„Hjarta mitt er brotið. Ég er þakklát fyrir þá sem hafa vottað okkur samúð sína og finn fyrir ást og hryggð þeirra. Það er erfitt að hugsa um hvað við hefðum getað gert til að bjarga honum en þegar allt kemur til alls vitum við að hann þjáist ekki lengur,“ sagði Etheridge. 

Etheridge átti Beckett með fyrrverandi eiginkonu sinni Julie Cypher. Hún á einnig tvíbura úr fyrra sambandi sínu með Tammy Lynn Michaels.

View this post on Instagram

A post shared by Melissa Etheridge (@melissa_etheridge) on May 13, 2020 at 6:00pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.