12 stig frá Danmörku

Daði Freyr og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Daði Freyr og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danskir Eurovision-aðdáendur telja líklegast að Íslendingar hefðu farið farið með sigur af hólmi í keppninni í ár. Þetta eru í það minnsta niðurstöður óformlegrar könnunar danska ríkisútvarpsins DR á heimasíðu þess.

29% þátttakenda telja að Daði & Gagnamagnið hefðu unnið, en eina þjóðin sem kemst með tærnar þar sem Íslendingarnir hafa hælana er Danir sjálfir. 23% telja að Danir hefðu unnið keppnina, en ætla má að það sé frekar byggt á óskhyggju en öðru. Því næst eru Rússar með 13% og Svíar með 6%.

Í fréttinni er rætt við Morten Madsen, eurovisionspeking sem heldur úti heimasíðunni Eurosong.dk. Hann hefur fylgst grannt með keppninni frá barnæsku, og verið viðstaddur allar keppnir frá árinu 2008. „Ég held að Ísland hefði unnið. Persónulega var lagið ekki uppáhaldið mitt, en ég skil vel hvers vegna lagið er svo vinsælt. Það er glaðlegt og upplífgandi og sker sig úr,“ segir Madsen.

Sjálfur hafði hann ekki of mikla trúa á danska laginu Yes með söngvurunum Ben og Tan. Gerir hann sér í hugarlund að lagið hefði komist auðveldlega upp úr undanriðlinum en svo hafnað í um það bil tíunda sæti.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.