Daði vinsælastur í Ástralíu

Think About Things, lag Daða og Gagnamagnsins, hefur vægast sagt …
Think About Things, lag Daða og Gagnamagnsins, hefur vægast sagt slegið í gegn þótt engin hafi verið Eurovision-keppnin þetta árið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástralar völdu sitt uppáhalds Eurovision-framlag þetta árið í dag, eða raunar í kvöld að staðartíma, og varð lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things, hlutskarpast eins og víða annars staðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkissjónvarpi Ástrala, SBS, sem send var út að lokinni útsendingu á þættinum Eurovision 2020: Big Night In!

Ástralar voru næsthrifnastir af lagi rússnesku sveitarinnar Little Big með lagið Uno og í þriðja sæti var litháíska framlagið, lagið On Fire með hljómsveitinni The Roop.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.