Föst í raðhúsi með undarlegu barni

Tom og Gemma sitja undir öskrum barnsins sem þau fundu …
Tom og Gemma sitja undir öskrum barnsins sem þau fundu í kassa fyrir utan raðhús nr. 9 í Vivarium. Jesse Eisenberg, Senan Jennings og Imogen Poots í myndinni martraðarkenndu.

Kærustuparið Gemma og Tom fara í sakleysi sínu að skoða raðhús í nýju hverfi, grunlaus um að þau muni líklega aldrei komast þaðan. Þegar barn er skilið eftir í kassa fyrir utan hefst martröðin fyrir alvöru. 

Þannig mætti í stuttu máli lýsa kvikmyndinni Vivarium sem fjallað er um í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ en „vivarium“ er staður þar sem lifandi dýr eða plöntur eru til sýnis í eftirlíkingu af eðlilegu umhverfi sínu. 

Anna Margrét Björnsson, blaðamaður og kynningarstjóri IceDocs-hátíðarinnar, ræðir við umsjónarmann þáttarins um myndina sem er vægast sagt furðuleg, hrollvekjandi en líka bráðfyndin á köflum. Líklega er um ádeilu á tilbreytingarlaust hversdagslífið að ræða - eða hvað? Hvað myndir þú gera ef þér væri falið að ala upp ókunnugt barn sem vex ógnarhratt og talar með táningsrödd þótt það líti út fyrir að vera átta ára? Barn sem öskrar úr sér lungun þar til maturinn er kominn á borðið? 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.