Listamaðurinn Christo látinn

Christo Vladimirov Javacheff, eða einfaldlega Christo, við listaverk sitt „The …
Christo Vladimirov Javacheff, eða einfaldlega Christo, við listaverk sitt „The Mastaba“ í Hyde Park fyrir tveimur árum. AFP

Búlgarski listamaður Christo Vladimirov Javacheff er lést á heimili sínu í New York í gær, 84 ára að aldri. 

Christo var þekktastur fyrir að pakka mannvirkjum og náttúrufyrirbærum inn í plast eða ýmis önnur efni og stundaði hann list sína nær alla tíð ásamt eiginkonu sinni Jeanne-Claude. Hún lést fyrir ellefu árum. 

„Christo lifði lífinu til fulls,“ segir í andlátstilkynningu. Þar segir jafnframt að list hjónanna muni lifa um ókomna tíð í hjörtum og minningum margra. 

Meðal hans þekktustu verka er þegar hann vafði þinghúsið í Berlín í dúk, nokkuð sem hann hafði mikið fyrir svo yrði að veruleika. 

Árið 1991 var sett upp sýning á verkum Christos á Kjarvalstöðum. 

Christo var með að minnsta kosti eitt verki í undirbúning sem felst í að vefja Sigurbogann í París. Til stendur að það verði til sýnis í september á næsta ári.

Frétt BBC 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.