Baskin fær dýragarð Exotic

Joe Exotic var stjarna þáttanna Tiger King.
Joe Exotic var stjarna þáttanna Tiger King. AFP

Dýragarðurinn sem áður var í eigu Joe Exotic, aðalstjörnu heimildaþáttaraðarinnar Tiger King, mun verða eign konunnar sem hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að koma fyrir kattarnef.

Alríkisdómari hefur veitt konunni, Carole Baskin, stjórn yfir dýragarðinum í Oklahoma í máli þar sem deilt er um notkun Joe Exotic á merkjum sem þykja líkjast þeim sem Baskin notaði í sínu dýraathvarfi í Flórída.

Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisrefsingu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir þátt sinn í ætluðu leigumorði og dýramisnotkun.

Kærði móður Exotic

Baskin kærði hann árið 2011 fyrir að hafa gengið á höfundarrétt sinn, en málinu lauk tveimur árum síðar þegar Exotic var dæmdur til að greiða henni eina milljón bandaríkjadala.

Dýraathvarf Baskin kærði svo móður Exotic, Shirley Schreibvogel, árið 2016 og hélt því fram að hann hefði fært dýragarðinn og fleiri eignir yfir á hana til að forðast að greiða Baskin og öðrum kröfuhöfum.

Dómari hefur nú komist að því að sú hafi verið raunin, og því fái Baskin dýragarðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson