Áttræður en hvergi nærri hættur

Tom Jones.
Tom Jones. AFP

Velski tónlistarmaðurinn Tom Jones varð áttræður á sunnudaginn. Jones sem hefur sungið mörg ódauðleg lög ætlar að syngja eins lengi og hann dregur andann að því fram kemur á vef BBC. Jones sagði í afmælisviðtali vera ánægður með það sem hann hefur fengið að upplifa. 

Jones ólst upp í bænum Pontypridd í Wales og varð heimsfrægur fyrir lög á borð við It's Not Unusual, What's New Pussycat? og Kiss. Jones kom fram í Las Vegas og eru goðsagnirnar Elvis Presley og Frank Sinatra sagðir hafa verið aðdáendur Jones. 

Í útvarpsviðtali á Radio 2 á BBC sagði Jones að það væri frábært að verða áttræður og vera enn að. Hann sagðist eiga svona frábæra minningar og þakkaði hlustendum fyrir. „Þú getur ekki tjáð þig almennilega nema það sé fólk sem hlustar á þig,“ sagði tónlistarmaðurinn. 

„Guð hefur verið góður við mig og röddin er enn til staðar. Þannig að svo lengi sem hún er þarna vil ég fara á fætur... að syngja fyrir fólk er málið.“

Þrátt fyrir stórafmælið var lítið um hátíðarhöld hjá Jones vegna kórónuveirunnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jones hefur þurft að halda sig heima þar sem hann var í tveggja ára einangrun þegar hann var 12 ára vegna berkla. „Ég vorkenni unga fólkinu sem getur ekki farið út og leikið sér,“ sagði Jones um ástandið í dag. 

Tom Jones árið 2010.
Tom Jones árið 2010. REUTERS
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson