Segist ekki hafa farið í trekant með Heard og Delevigne

Elon Musk segist ekki hafa farið í trekant.
Elon Musk segist ekki hafa farið í trekant. AFP

Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ekki hafa farið í trekant með fyrrverandi kærustu sinni Amber Heard og fyrirsætunni Cöru Delevigne. Musk sendi frá sér tilkynningu í gær eftir að hann var sagður hafa stundað kynlíf með þeim tveimur í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard. 

Í málsgögnum meiðyrðamálsins kemur fram að Musk hafi átt í leynilegu ástarsambandi við Heard og Delevigne árið 2016. Einnig var þar haldið því fram að Heard hafi byrjað í sambandi með Musk áður en hjónabandi hennar ogDepp lauk. 

Johnny Depp og Amber Heard þegar allt lék í lyndi.
Johnny Depp og Amber Heard þegar allt lék í lyndi. Skjáskot/Instagram

Musk þvertekur fyrir þessar ásakanir í viðtali við Page Six. „Cara og ég erum vinir, en við höfum aldrei verið náin. Hún myndi staðfesta þetta. Ég vil líka einnig staðfesta aftur að Amber og ég byrjuðum að fara á stefnumót mánuði eftir að hún sótti um skilnað. Ég held ég hafi aldrei komið nálægt Amber á meðan hún var gift,“ sagði Musk. 

Depp hefur sótt hart að fyrrverandi eiginkonu sinni, Heard, á síðustu árum en hún sakaði hann um að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Hún skrifaði meðal annars grein í Washington Post þar sem hún greindi frá ofbeldinu, án þess þó að nafngreina hann.

Fyrirsætan Cara Delevigne.
Fyrirsætan Cara Delevigne. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.