Sagði Karli Bretaprins óvart kynlífsbrandara

Anne-Marie Duff skilgreinir brandarann sem eitt vandræðalegasta augnablik lífs síns.
Anne-Marie Duff skilgreinir brandarann sem eitt vandræðalegasta augnablik lífs síns. skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Anne-Marie Duff rifjaði á dögunum upp vandræðalegan brandara sem hún sagði Karli Bretaprins óvart á frumsýningu kvikmyndar fyrir nokkrum árum.

Duff var ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum JamesMcAvoy á frumsýningunni. Bæði höfðu þau verið mjög upptekin síðustu mánuði og ár við tökur á hinum og þessum kvikmyndunum og spurði því prinsinn Duff hvort hún sæi nokkuð mikið af eiginmanni sínum. 

„Vandræðalegasta augnablikið mitt er þegar ég hitti Karl Bretaprins. Ég var á frumsýningu með fyrrverandi eiginmanni mínum. Karl Bretaprins sagði „Þið sjáið væntanlega ekki mikið af hvort öðru?“ ég svaraði „Við sjáum hvort annað í rúminu,“ sagði Duff.

Hún greindi ekki frá viðbrögðum prinsin en sú staðreynd að hún skilgreini þetta augnablik sem sitt vandræðalegasta segir mikið. 

Karl Bretaprins.
Karl Bretaprins. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.