Brosnan hissa á að Íslendingar trúi enn á álfa

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Getty Images

Leikarinn Pierce Brosnan segir í viðtali við New York Post að það sem hafi komið sér mest á óvart við heimsóknina til Íslands hafi verið að Íslendingar tryðu enn á álfa. Brosnan heimsótti Ísland á síðasta ári þegar hann var við tökur á Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem kemur út í dag. 

„Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég las handritið, og ég trúði því eiginlega ekki alveg. Þau virðast hafa þessa trú, svipað og Írar trúa á búálfa (e. leprechauns), en Íslendingar virðast greinilega andlega tengdir heimi álfa,“ sagði Brosnan.

Hann og eignkona hans Keely voru í sinni fyrstu Íslandsheimsókn þegar þau sóttu landið heim á síðasta ári. Hann segir þau hafa notið heimsóknarinnar og haft tækifæri til að baða sig í náttúrulaugum og drukkið frábæran íslenskan bjór.

Brosnan bætir við að hann hafi eignast góðan vin á Íslandi. „Við kynntumst bílstjóranum okkar vel og erum enn í sambandi við hann,“ sagði Brosnan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.