Kom ekki Rachel Green út úr höfðinu

Það tók Jennifer Aniston nokkurn tíma að losa sig við …
Það tók Jennifer Aniston nokkurn tíma að losa sig við persónu Rachel Green. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston segir að það hafi tekið sig langan tíma að losna við karakterinn Rachel Green. Aniston fór með hlutverk Green í þáttunum Friends í tíu ár frá 1994-2004. 

„Ég gat ekki fyrir mitt litla líf komið Rachel Green út úr hausnum á mér,“ sagði Aniston í viðtali við Hollywood Reporter í vikunni. 

„Ég gat ekki flúið Rachel í Friends; þættirnir eru alltaf í sýningu, og maður hugsar bara: „Hættið að sýna þess andskotans þætti,““ sagði Aniston. 

Hún segist hafa átt í stríði við sjálfa sig um hver hún væri í kvikmyndaiðnaðinum og langað að sýna og sanna að hún væri meira en bara Rachel Green. Hlutverkið í kvikmyndinni The Good Girl hafi veitt sér tækifæri til þess.

„The Good Girl var fyrsta kvikmyndin þar sem ég gat virkilega losað mig við persónu Rachel og horfið inn í karakter sem ég líktist ekkert, það var mjög frelsandi fyrir mig,“ sagði Aniston.

Hún segist þó oft hafa fengið kvíðaköst yfir því að hún væri bara stelpan í lítilli New York-íbúð með fjólubláum veggjum. Með tíð og tíma hafi hún þó komist að því að hún gæti gert meira en að leika í Friends.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.