„Það er vor ... þú sem ert á himnum“

AFP

Skemmtileg umræða spratt upp á Twitter í dag um fyndinn misskilning netverja þegar þeir voru börn. 

„Þegar ég var lítill hélt ég að „eigi leið þú oss í freistni“ í faðirvorinu væri „Eigi legg þú ost í frysti,“ skrifar Þorvaldur S. Helgason, skáld og útvarpsmaður, í twitterfærslu sinni. 

Margir virðast hafa átt í álíka vandræðum með faðirvorið sem börn. „Lítill frændi minn byrjaði faðirvorið alltaf mjög alvarlega á „Það er vor ... þú sem ert á himnum,“ skrifar einn við færslu Þorvalds. 

Þá virðast ýmsir lagatextar einnig hafa vafist fyrir mörgum, meðal annars texti KK, Ég fann ást. „Í laginu Ég fann ást eftir KK segir hann e-ð ég vil ást, já ég fann ást og mér heyrðist hann alltaf segja ost og tengdi mjög mikið.“


Þá þótti einni það undarlegt að ljón væri notað í hinu íslenska hugtaki meðaljón, en ekki til dæmis hestur eða kind. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes