Mótleikarar hætta saman

Tom Hughes og Jenna Coleman í hlutverkum sínum sem Viktoría …
Tom Hughes og Jenna Coleman í hlutverkum sínum sem Viktoría drottning og Albert prins. Ljósmynd/Aðsend

Leikaraparið Jenna Coleman og Tom Hughes eru hætt saman eftir fjögurra ára samband. Parið féll fyrir hvort öðru þegar þau byrjuðu að leika í bresku búningadramaþáttunum Victoria. Þættirnir fjalla um Viktoríu Bretadrottningu og Albert prins, eiginmann hennar, en þættirnir hafa verið sýndir á RÚV undanfarin ár. 

Hin 34 ára gamla Coleman og hinn 35 ára gamli Hughes eru sögð vera leið að yfir sambandsslitunum. Sambandinu lauk þó í góðu samkvæmt heimildarmanni Daily Mail. Ætlar parið fyrrverandi að reyna að halda vinskapinn og en Coleman er flutt út frá Hughes. 

Áður en Coleman byrjaði með Hughes var hún sundur og saman með leikaranum Richard Madden í fjögur ár en því sambandi lauk árið 2015. Hún er einnig sögð hafa átt í stuttu ástarsambandi við Harry Bretaprins áður en hún féll fyrir Hughes. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.