David Hockney hjólar í Boris

David Hockney.
David Hockney. LUKE MACGREGOR

Listamaðurinn David Hockney skrifar pistil í Telegraph þar sem hann gagnrýnir harðlega Boris Johnson og Matt Hancock fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að fara í herferð gegn offitu í kjölfar kórónuveirufaraldurs. 

Hockney sem er 83 ára kallar þá Johnson og Hancock ráðríka eða „bossy-boots“. 

„Ef enginn reykir, borðar súkkulaði eða smjör, ost eða beikon, þá gæti fólk orðið 104 ára. Kallið þið það líf?“ spyr Hockney. 

„Hinir ráðríku vilja alltaf taka það sæta úr lífinu, og munið það að hinn ráðríkasti er þrælaeigandinn. NHS-heilbrigðisstofnunin mun alltaf þurfa að kljást við fæðingar og dauðsföll en orsök dauða er einmitt það að fæðast. Elskið lífið,“ segir Hockney.

Í áformum bresku ríkisstjórnarinnar er meðal annars gert ráð fyrir að takmarka auglýsingar á tilteknum mat fyrir klukkan níu á kvöldin, viðvaranir um hitaeiningafjölda á áfengisflöskur og bann við „tveir fyrir einn“-tilboðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson