Fyrrverandi fagnaði með Jennifer Aniston

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston gladdist á þriðjudaginn þegar hún fékk tilnefningu til Emmy-verðlauna. Stórstjörnur kepptust um að óska Aniston til hamingju á Instagram og var fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Justin Theroux, þar á meðal. 

Miðað við athugasemd Theroux virðist hann spenntur fyrir hönd Aniston en aðdáendur þeirra eru enn spenntari fyrir viðbrögðum hans. Fjölmargir skrifuðu athugasemd við athugasemd hans auk þess sem fjallað hefur verið um viðbrögð hans í erlendum miðlum.

Theroux og Aniston tilkynntu um skilnað sinn í febrúar árið 2018 en eru enn greinilega góðir vinir. Hjónin fyrrverandi kynntust árið 2011 og gengu í hjónaband árið 2015. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux.
Jennifer Aniston og Justin Theroux. AFP

Á meðal þeirra sem óskuðu Aniston til hamingju voru leikarinn Orlando Bloom, leikkonan Julianne Moore og söngdívan Mariah Carey. 

Verðlauna­hátíðin fer fram 20. sept­em­ber næst­kom­andi í Microsoft-leik­hús­inu í miðborg Los Ang­eles í Kali­forn­íu. Aniston ætlar að mæta og skrifaði meðal annars að hún þyrfti bara að ákveða hvaða grímu hún ætlaði að mæta með. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem á því þurfa að halda.