„Þetta er auðvitað mikið svekkelsi“

Reykjavíkurdætur munu ekki spila annað kvöld.
Reykjavíkurdætur munu ekki spila annað kvöld. mbl.is/Freyja

Steinunn Jónsdóttir, Reykjavíkurdóttir, segir að það sé auðvitað mikið svekkelsi að geta ekki haldið tónleika annað kvöld en að sama skapi skilji hún af hverju þessi ákvörðun var tekin.

„Við vorum mjög spenntar og erum búnar að vera æfa alla vikuna þannig þetta er alveg smá skellur. En væntanlega það skynsamlegasta í stöðunni,“ segir Steinunn í samtali við mbl.is.

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur áttu að spila á Innipúkanum annað kvöld en nú hefur hátíðinni verið aflýst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi fyrir hádegi að samkomutakmarkanir skyldu miðast við 100 manns. 

Reykjavíkurdætur gáfu út plötuna Soft Spot í maí síðastliðnum en hana tóku þær upp í apríl á síðasta ári. Þær voru því spenntar að spila efni af nýju plötunni í fyrsta skipti á tónleikum um helgina. 

„Þetta er bara staðan í heiminum í dag þannig að maður er ekkert eitthvað að missa sig í sjálfsvorkunn,“ segir Steinunn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.