Helgi Björns og Ingó í beinni um helgina á mbl.is

Ingó veðurguð og Helgi Björns munu skemmta fólki um verslunarmannahelgina.
Ingó veðurguð og Helgi Björns munu skemmta fólki um verslunarmannahelgina. Samsett mynd

Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, þeir Helgi Björns og Ingó veðurguð, verða í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans og hér á mbl.is um verslunarmannahelgina. Beint streymi af tónleikunum verður að finna bæði kvöld hér á mbl.is og á K100, og hefst útsending rétt fyrir klukkan átta.

Helgi Björns verður með verslunarmannahelgar-útgáfu af Heima með Helga, sem hann byrjaði með í gegnum skemmtanabannið í vetur og vor. Eins og áður er það leyndarmál hverjir eru gestir Helga í þessari tveggja daga seríu en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði í Mosfellsbæ laugardags- og sunnudagskvöld milli 20:00 og 21:30.

Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma öskuglaðir heim. Þá verður álfadrottningin Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað.

Klukkan 22:00 á sunnudagskvöldið, að loknum þættinum Heima með Helga, tekur Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, boltann og telur í brekkusöng eins og hefð er fyrir á þessum tíma helgarinnar. Þó verður það nokkurn veginn það eina hefðbundna við brekkusönginn þetta árið því eins og alþjóð veit er þetta í annað skiptið í sögunni sem þjóðhátíð er frestað. 

Ingó á þjóðarhátíðarlagið í ár, „Takk fyrir mig“, sem á einhvern fallegan hátt er orðið einkennislag fyrir hátíð sem ekki verður haldin en um leið þakklætissöngur til allra hátíðanna í gegnum árin sem sköpuðu bæði gestum og heimamönnum einstakar minningar. Ingó mun senda brekkusönginn út af meginlandinu með tengingu við Vestmannaeyjar en útsendingin er unnin í samráði við þjóðhátíðarnefnd, sem með þessu sendir kveðjur sínar til landsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson