Samdi lagið í ástarsorginni sem fylgdi sambandsslitunum

„Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Oscar Leone um lagið sitt Lion. 

Nú er komið myndband með laginu Lion, sem er eitt mest spilaða lagið á Rás 2 um þessar mundir. Anton Ingi Sigurðsson leikstýrði myndbandinu og Gunnar Auðunn Jóhannsson skaut þá í gömlu síldarvinnslunni á Djúpuvík. 

„Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér
hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti
almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta
lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.
Ég er ljón. Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér
listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í
vonina. En líka töffaraskapinn! Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að
halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér,“ segir Oscar. 

„Arnar Guðjónsson pródúseraði lagið og bættu miklu við, enda er hann mikill galdrakarl og
einhver mesti töffari sem ég þekki,“ segir hann og bætir við: 

„Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru
þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem
syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem
hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson