Pitt og Aniston sameinuð á ný

Brad Pitt og Jennifer Aniston eru vinir eftir erfiðan skilnað …
Brad Pitt og Jennifer Aniston eru vinir eftir erfiðan skilnað árið 2005. REUTERS

Uppáhaldsstjörnupar margra, Jennifer Aniston og Brad Pitt, ætla að leggjast á eitt til að safna fé fyrir góðgerðarmál í lok vikunnar. Leikararnir sameinast á ný í leiklestri á kvikmyndinni Fast Times at Ridgemont High frá árinu 1982. 

Leiklesturinn á handriti myndarinnar verður óæfður að því er fram kemur á vef CNN og getur því allt gerst. Lesturinn fer fram í gegnum netið á föstudaginn. Ásamt stjörnuhjónunum fyrrverandi mun leikarinn Sean Penn taka þátt en hann sló í gegn í myndinni á sínum tíma. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel tekur einnig þátt ásamt leikurunum Morgan Freeman, Shia LaBeouf, Matthew McConaughey og Juliu Roberts.

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors …
Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP

Athygli vekur að Aniston og Pitt sem skildu árið 2005 taka bæði þátt. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau eiga í samskiptum. Eftir að Pitt skildi við Angelinu Jolie og Aniston við Justin Theroux virðast samskipti þeirra hafa aukist. Pitt mætti í fimmtugsafmæli Aniston árið 2019 og varð allt brjálað meðal aðdáenda þeirra þegar þau voru mynduð saman á verðlaunahátíð í byrjun árs. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.