Rannsókn andláts leikara til alríkisins

Sushant Singh Rajput.
Sushant Singh Rajput. AFP

Hæstiréttur Indlands hefur hvatt alríkislögregluna til að rannsaka andlát bollywoodleikarans Sushants Singhs Rajputs.

Rajput fannst látinn í íbúð sinni í Mumbai 14. júní. Lögregla úrskurðaði andlátið sjálfsvíg. Síðan þá hafa óstaðfestar upplýsingar um feril leikarans, fjármál og jafnvel andlega heilsu verið áberandi í fréttum fjölmiðla. Þetta hefur leitt til deilna um hver hafi rannsóknarlögsögu í málinu; lögreglan í Mumbai eða heimaríki hans, Bihar. Niðurstaða hæstaréttar er sú að Bihar hafi verið í fullum rétti þegar það óskaði eftir því að miðlæg rannsóknardeild alríkisins (CBI) rannsakaði málið. 

Hæstiréttur hefur einnig farið fram á að lögreglan í Mumbai afhendi CBI öll gögn málsins. 

Fjölskylda leikarans hefur höfðað mál gegn unnustu hans, Rheu Chakraborty, þar sem hún er sökuð um að hafa aðstoðað við sjálfsvígið. Á samfélagsmiðlum hefur hún verið kölluð gullgrafari sem hafði peninga af Sushant. Hún neitar sök og hefur leitað til innanríkisráðherra, Amit Shah, með beiðni um að andlát Sushants verði rannsakað, samkvæmt frétt BBC.

Sushant Singh Rajput lifði óvanalegu lífi líkt og flestar þær persónur sem hann lék í bollywoodkvikmyndum. 

Hann ólst upp í Bihar, sem er eitt fátækasta ríki Indlands. Hann lagði hart að sér og komst inn í einn helsta tækniháskóla landsins, sem var ávísun á góða og bjarta framtíð innan millistéttar Indlands.

En leikarastarfið heillaði og hann hætti í námi og fór til Mumbai, heimilis indverska kvikmyndaiðnaðarins. Sushant fékk smáhlutverk og starfaði í leikhúsum árum saman eða þar til sjónvarpsþættir hans slógu í gegn og kvikmyndahlutverk buðust. Saga Sushants hafði áhrif á mörg ungmenni í smábæjum Indlands og er það ein skýringin á því hvers vegna hann var svo mörgum persónulegur harmdauði. 

Fjallað hefur verið um alla þá sem tengdust Sushant að einhverju leyti, svo sem matreiðslumann hans, þjálfara, vini, umboðsmann, fjölskyldu og starfssystkini. 

Nokkrum dögum eftir andlát Sushants fór að bera á fregnum á samfélagsmiðlum um að hann hefði svipt sig lífi vegna þess að valdamiklar fjölskyldur í Bollywood og leikstjórar hefðu komið illa fram við hann. Sushant hefði verið utanaðkomandi og ekki notið skjóls hjá neinum mafíuforingja í iðnaðinum.

Lögreglan í Mumbai hefur yfirheyrt yfir 50 manns í tengslum við dauða leikarans og er rannsókninni ekki lokið að fullu.

Bollywood leikkonan og unnusta Sushant Singh Rajput, Rhea Chakraborty.
Bollywood leikkonan og unnusta Sushant Singh Rajput, Rhea Chakraborty. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav