Sér eftir að hafa unnið með Allen og Polanski

Kate Winslet sér eftir að hafa unnið með Roman Polanski …
Kate Winslet sér eftir að hafa unnið með Roman Polanski og Woody Allen. AFP

Leikkonan Kate Winslet sér eftir að hafa unnið með leikstjórunum Woody Allen og Roman Polanski. Winslet opnaði sig um eftirsjá sína í viðtali við Vanity Fair þegar hún var spurð út í MeToo-hreyfinguna. 

Winslet segist varla skilja hvað hún var að hugsa þegar hún vann með þeim Allen og Polanski.

„Mér finnst ótrúlegt hversu virtir þessir menn voru, svo víða í kvikmyndageiranum og eins lengi og þeir voru. Það er mjög mikil vanvirðing. Ég verð að taka ábyrgð á þeirri staðreynd að ég vann með þeim báðum. Ég get ekki spólað til baka. Ég er að glíma við þessa eftirsjá en hvað eigum við ef við getum ekki sagt sannleikann?“

Leikstjórinn Roman Polanski.
Leikstjórinn Roman Polanski. AFP
Leikstjórinn Woody Allen.
Leikstjórinn Woody Allen. AFP

Winslet lék í myndinni Carnage eftir Roman Polanski sem kom út árið 2011. Leikkonan lék síðan í myndinni Wonder Wheel eftir Woody Allen en sú mynd kom út 2017. 

Óskarsverðlaunahafinn Roman Polanski flúði Bandaríkin árið 1978 eftir að hann viður­kenndi að hafa nauðgað stúlku þegar hún var aðeins 13 ára. Áður en Pol­anski flúði var hann í 42 daga í fang­elsi í Banda­ríkj­un­um. Dóttir Allens, Dylan Farrow, sakar óskarsverðlaunaleikstjórann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var aðeins sjö ára gömul. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.